A vakti athygli umboðsmanns á ummælum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við eldhúsdagsumræður á Alþingi og spurði hvort þau fengju staðist siðareglur ráðherra.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi 14. desember 2012.
Umboðsmaður fékk ekki séð að ráðherrann, sem var líka þingmaður, hefði í þessu tilviki komið fram sem fyrirsvarsmaður þeirrar stjórnsýslu sem hann fer með. Þingmönnum er í stjórnarskrá tryggður ákveðinn réttur til að tjá sig og auk þess tekur starfssvið umboðsmanns ekki til Alþingis. Að því gættu fékk umboðsmaður ekki séð að ummælin væru þess eðlis að tilefni væri til þess að taka erindið til frekari athugunar með tilliti til þess hvort viðkomandi ráðherra hefði með þeim brotið gegn siðareglum. Umboðsmaður lauk því umfjöllun sinni um um erindið.
1944, nr. 33. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. - 2. mgr. 49. gr.
1969, nr. 73. Lög um Stjórnarráð Íslands. - 2. mgr. 16. gr.
1997, nr. 85. Lög um umboðsmann Alþingis. - 2. gr., a-liður 3. mgr. 3. gr., 1. mgr. 10. gr.