A kvartaði yfir viðveru fulltrúa stjórnmálaflokks á kjörfundi, skráningu þeirra á því hverjir mæti til kjörfundar og meðferð þeirra upplýsinga.
Umboðsmaður rakti ákvæði laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis og nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Með vísan til lögskýringargagna taldi hann að kosningalög heimiluðu þær athafnir sem kvörtun A laut að. Taldi umboðsmaður því ekki ástæðu til athugasemda við þá niðurstöðu tölvunefndar í málinu að vegna þeirrar lagaheimildar brytu umræddar athafnir ekki í bága við ákvæði laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.