Aðgangur að gögnum og upplýsingum. Tafir á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11044/2021)

Kvartað var yfir að settur lögreglustjóri á Suðurnesjum hefði ekki svarað erindi.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns var erindinu svarað og því ekki ástæða fyrir hann til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 19. maí 2021, sem hljóðar svo:

   

Ég vísa til fyrri bréfaskipta vegna kvörtunar yðar frá 19. apríl sl. yfir því að settur lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi ekki svarað erindi yðar frá 10. mars sl. þar sem þér óskuðuð meðal annars eftir afhendingu á umsóknargögnum um tiltekinn umsækjanda um stöðu saksóknarfulltrúa hjá embættinu.

Í tilefni af kvörtun yðar var settum lögreglustjóra á Suðurnesjum ritað bréf, dags. 23. apríl sl., þar sem þess var óskað að hann upplýsti hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins.

Mér hafa nú borist afrit af tölvupóstsamskiptum setts lögreglustjóra við yður 11., 12. og 17. maí sl. Af þeim er ljóst að erindi yðar hefur nú verið svarað. Í ljósi þess að athugun á kvörtun yðar var afmörkuð við það atriði lýk ég hér með umfjöllun minni um hana, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Það athugast að 26. apríl sl. var undirritaður kjörinn umboðsmaður Alþingis og tók við embætti 1. maí sl. Hefur hann því farið með mál þetta frá þeim tíma.