Kosningar. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar.

(Mál nr. 11420/2022)

Kvartað var yfir að starfsmenn Landspítala hefðu ekki orðið við beiðnum um að viðkomandi fengi að greiða atkvæði innan veggja spítalans á kjördegi alþingiskosninga.

Ekki var tilefni til að draga aðra ályktun af gögnum málsins en að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir sjúklinga á Landspítala hefði verið ákveðin og auglýst í samræmi við ákvæði þágildandi kosningalaga og leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af þeim sökum og þar sem ekki var kostur á að greiða atkvæði utan kjörfundar á spítalanum á kjördegi voru ekki forsendur til að gera athugasemdir við þá afstöðu starfsmanna hans að ekki hefði verið unnt að verða við beiðnum viðkomandi þann dag um að fá að greiða atkvæði innan veggja hans.

Kvörtunin varð umboðsmanni þó tilefni til að taka fram að hún hefði vakið athygli hans á álitaefnum um framkvæmd atkvæðagreiðslna utan kjörfundar á sjúkrahúsum og öðrum slíkum stofnunum sem kynni að vera ástæða til að taka til nánari athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar hans. Ef til þess kæmi yrði slíkt upplýst á vef embættisins.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 27. maí 2022, sem hljóðar svo: