Kosningar. Fangelsismál.

(Mál nr. 11387/2022)

Kvartað var yfir því að starfsmenn Fangelsisins á Hólmsheiði hefðu ekki orðið við beiðnum um að fá að greiða atkvæði á kjördegi í Alþingiskosningum. Viðkomandi hóf afplánun fyrir kjördag en eftir að utan kjörfundar atkvæðagreiðsla hafði farið fram í fangelsinu.

Dómsmálaráðuneytið lét í ljós þá afstöðu að Fangelsismálastofnun hefði borið að veita viðkomandi leiðbeiningar um rétt til að sækja um skammtímaleyfi og málsmeðferð stofnunarinnar hefði því ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Þar sem æðra stjórnvald hafði fallist á að annmarkar hefðu verið á meðferð málsins taldi umboðsmaður ekki tilefni til frekari athugunar á því.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 6. september 2022, sem hljóðar svo: