06. mars 2018

Nýr aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis

Maren Albertsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá 1. júlí nk.

Maren lauk grunnnámi og meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2008 og 2010 og er jafnframt með BA-próf í íslensku frá sama skóla. Þá lauk hún LL.M.-gráðu frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 2017. Maren kom til starfa hjá embættinu árið 2012 eftir að hafa starfað sem fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu samhliða laganámi og eftir útskrift. Maren hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeild og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í námskeiðum á sviði stjórnsýsluréttar. Í vetur hefur Maren verið búsett í Svíþjóð og unnið þaðan að verkefnum fyrir umboðsmann.

Aðstoðarmaður umboðsmanns vinnur náið með umboðsmanni að afgreiðslu mála og stjórnun lögfræðilegra verkefna og tekur þátt í stefnumótun og skipulagningu starfseminnar í samvinnu við aðra stjórnendur. Maren bætist í hóp stjórnenda hjá umboðsmanni en aðrir eru Særún María Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri, Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður frumkvæðismála og Ingibjörg Þóra Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri. Fráfarandi aðstoðarmaður umboðsmanns Hafsteinn Dan Kristjánsson lét af störfum um síðustu áramót en hann hóf doktorsnám við Oxford-háskóla á síðasta ári.