11. janúar 2021

Metfjöldi kvartana á einu ári

Á liðnu ári voru 541 mál skráð hjá umboðsmanni sem er nær 32% fjölgun frá árinu 2019 þegar þau voru 411. Afgreiddum málum fjölgaði um 52% milli ára.

Fjöldi kvartana voru 540 auk eins frumkvæðismáls. Þetta er metfjöldi kvartana á einu ári en næstflestar bárust 2012 þegar þær voru 534 og tvö frumkvæðismál. Á árunum 2015-2019 var meðalfjöldinn 408. Á árinu 2020 bárust flestar kvartanir í júní þegar þær voru 62 og fæstar í ágúst 30.

Tolfraedi manudir 2020.png

Síðustu fjóra mánuði ársins komu 210 kvartanir inn sem er tæplega 30% fleiri á mánuði en að jafnaði hina mánuði ársins. Þar af leiðandi var nokkur fjöldi mála til meðferðar um áramót eða 134 sem er svipað og árinu áður. Af málunum 134 var beðið svara frá stjórnvöldum í 50 og umsagna þeirra sem kvörtuðu í níu öðrum. Um áramót voru því 75 mál hjá umboðsmanni. Af þeim voru 26 skráð ný í desember og í 18 öðrum barst svar í þeim mánuði.

Af þeim málum sem stofnað var til á síðasta ári var lokið við tæplega 80% fyrir áramót. Liðlega sex af hverjum tíu var lokið innan mánaðar frá upphafsdegi þeirra. Meira en þrjú af hverjum fjórum voru afgreidd innan tveggja mánaða og níu af hverjum tíu innan fjögurra mánaða.

Tolfraedi 2020.png

Umboðsmaður skilaði áliti í 27 málum sem svarar til 5% þeirra sem lauk á árinu. Það er sama hlutfall og 2019 þegar álitin voru 17.