26. apríl 2021

Skúli Magnússon kjörinn umboðsmaður Alþingis

Alþingi kaus í dag Skúla Magnússon, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, umboðsmann Alþingis til næstu fjögurra ára. Hann tekur við embætti 1. maí nk.

Í kjölfar kjörsins þakkaði forseti Alþingis Tryggva Gunnarssyni fyrir farsæl störf. Tryggvi hefur verið umboðsmaður í rúm 22 ár og viðloðandi embættið allt frá upphafi. Forsætisnefnd féllst fyrr á árinu á lausn hans frá störfum frá og með 1. maí. Skúli er sá þriðji sem kjörinn er umboðsmaður Alþingis og Gaukur Jörundsson var sá fyrsti.