01. maí 2021

Settur umboðsmaður lýkur störfum

Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, lauk í gær störfum sínum sem settur umboðsmaður Alþingis. Hann sinnti daglegum störfum umboðsmanns og afgreiðslu mála frá 1. nóvember sl. í leyfi kjörins umboðsmanns. Á þeim tíma lauk embættið afgreiðslu alls 303 mála sem borist hafa sem kvartanir til umboðsmanns. Hjá embættinu eru nú 110 mál til meðferðar.

Kjartan Bjarni snýr aftur til starfa við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann hefur verið dómari í 6 ár. Hann er auk þess formaður Dómarafélags Íslands og varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Kjörinn umboðsmaður Skúli Magnússon tók við daglegum störfum umboðsmanns í dag, 1. maí.