Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, og skrifstofustjóri Alþingis, Ragna Árnadóttir, heimsóttu Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, í morgun og buðu hann velkominn til starfa.

Skúli tók við keflinu af Tryggva Gunnarssyni 1. maí eftir að Alþingi kaus hann umboðsmann sinn til næstu fjögurra ára. Skúli er sá þriðji sem kjörinn er í embættið og Gaukur Jörundsson var sá fyrsti. Áður en Skúli var kjörinn umboðsmaður var hann dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.