06. maí 2021

Nýr umboðsmaður Alþingis boðinn velkominn til starfa

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, og skrifstofustjóri Alþingis, Ragna Árnadóttir, heimsóttu Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, í morgun og buðu hann velkominn til starfa.

   

SJS - SM - RA.jpg

   

Skúli tók við keflinu af Tryggva Gunnarssyni 1. maí eftir að Alþingi kaus hann umboðsmann sinn til næstu fjögurra ára. Skúli er sá þriðji sem kjörinn er í embættið og Gaukur Jörundsson var sá fyrsti. Áður en Skúli var kjörinn umboðsmaður var hann dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.