12. maí 2021

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Að undanförnu hafa umboðsmanni borist kvartanir og ábendingar er lúta að þessu. Af því tilefni hefur hann óskað eftir því að landlæknir varpi ljósi á meðferð mála þegar fólk telur sig ranglega hafa fengið boð í slíka bólusetningu og hvaða upplýsingar viðkomandi fá í kjölfar þess. Óskað er eftir svörum eigi síðar en 17. maí nk.

   

Bréf umboðsmanns til landlæknis