18. júní 2021

OPCAT-eftirlit á Kleppi

Umboðsmaður og starfsfólk hans heimsækir réttargeðdeild og öryggisgeðdeild á Kleppi í dag í tengslum við OPCAT-eftirlit hans með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja.

Tilefni heimsóknarinnar er m.a. umfjöllun í fréttum upp á síðkastið í tengslum við starfsemi deildanna en einnig er ætlunin að fylgja eftir atriðum sem gerð var grein fyrir í skýrslu um fyrri heimsókn umboðsmanns á Klepp. Heimsóknin var farin í lok október 2018 og var sú fyrsta á grundvelli OPCAT-eftirlitsins.

Að þessu sinni er megináhersla lögð á að ræða við þá sem vistast á staðnum, aðstandendur þeirra, ef ástæða þykir til, og starfsfólk í því skyni að varpa ljósi á tiltekin atriði í aðbúnaði og starfsháttum deildanna.

   

   

Skýrsla umboðsmanns um OPCAT-eftirlit á geðdeildum Landspítalans á Kleppi 2018