29. september 2021

OPCAT-eftirlit á bráðageðdeild Landspítala

Umboðsmaður og starfsfólk hans fer í heimsókn á bráðageðdeild Landspítala í dag og á morgun í tengslum við OPCAT-eftirlit með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja.

Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að nauðungarvistunum sem oft eru grundvöllur vistunar á deildinni. Rætt er við sjúklinga þar, eftir atvikum aðstandendur þeirra, og starfsfólk í því skyni að varpa ljósi á aðbúnað og starfshætti.

Bráðageðdeild 32C, geðgjörgæsla, er 10 manna deild sem tók formlega til starfa í núverandi mynd fyrir liðlega 7 árum. Hlutverk hennar er að taka á móti, greina og annast meðferð bráðveikra sjúklinga sem sökum veikinda eru taldir hættulegir sjálfum sér, umhverfi sínu eða öðrum. Þar er veitt sérhæfð þjónusta fyrir bráðveika sem þurfa aukinn stuðning í öruggu umhverfi.

Heimsóknin kemur í framhaldi af eftirliti umboðsmanns á Kleppi og verður henni gerð skil í skýrslu venju samkvæmt.

 

Tengt efni

Viðbrögð umboðsmanns vegna heimsóknar á Klepp

Skýrsla umboðsmanns um OPCAT-eftirlit á geðdeildum Landspítala á Kleppi 2018