31. janúar 2022

Vettvangsheimsókn á Litla-Hraun

Umboðsmaður og starfsfólk hans kannar aðstæður í fangelsinu að Litla-Hrauni í dag. Tilefnið er meðal annars fréttaflutningur um heimsóknarbann og takmarkanir í fangelsinu eftir að COVID-19 smit kom þar upp meðal fanga. 

Heimsóknin er liður í OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja. Fyrir um ári síðan voru aðstæður á öryggisdeild fangelsisins sérstaklega skoðaðar en að þessu sinni verður sjónum beint almennt að aðstæðum fanga í fangelsinu. Einkum með tilliti til þeirra takmarkana sem hafa verið gerðar vegna sóttvarnarráðstafana, m.a. á heimsóknum, útivist og möguleikum á virkni, svo sem í starfi, námi og tómstundum.