28. febrúar 2022

Skýrsla umboðsmanns fyrir árið 2020 kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Umboðsmaður kynnti skýrslu um starfsemi ársins 2020 á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.

Alla jafna hefur þessi kynningarfundur farið fram að hausti en vegna þingkosninga var ekki kleift að halda hann þá. Því er rétt að halda því til haga að skýrslan sem var til umræðu fjallar um starfsemi umboðsmanns fyrir meira en ári síðan.

Fundurinn var sendur út á vef Alþingis og sjónvarpsrás þess. Sjá má upptöku af honum hér.