17. mars 2022

Athugun lokið á skipun ráðuneytisstjóra í ljósi aðkomu Alþingis

Umboðsmaður hefur lokið athugun sinni á ákvörðun menningar- og viðskiptaráðherra að skipa þáverandi ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskipta­ráðu­neytis.

Eftir að umboðsmaður hóf athugun sína birtist tilkynning frá Alþingi þar sem aðkomu þingsins að ákvörðuninni var lýst auk þess sem fram kom afstaða til þeirra lagasjónarmiða sem byggt var á við flutninginn. Í bréfi umboðsmanns til ráðherra segir m.a. að í ljósi aðkomu og afstöðu þingsins verði ekki hjá því komist að líta svo á að það falli utan við starfssvið umboðsmanns, þar sem það taki ekki til starfa Alþingis, að fjalla um ákvörðun ráðherra að skipa viðkomandi með þeim hætti sem gert var og án undangenginnar auglýsingar. Ekki séu því laga­skilyrði til þess að embætti umboðsmanns geti haldið athugun sinni áfram. Hann tók þó fram að með niðurstöðunni hefði engin efnisleg afstaða verið tekin til atvika málsins eða þeirra skýringa sem hefðu verið færðar fram vegna þess.

  

 

Bréf umboðsmanns til menningar- og viðskiptaráðherra

Bréf menningar- og viðskiptaráðuneytis til umboðsmanns

  

  

Tengd frétt

Spurt um skipun og setningu ráðuneytisstjóra