23. mars 2022

OPCAT-eftirlit á Kvíabryggju

Umboðsmaður og starfsfólk hans kynnti sér starfsemi í fangelsinu Kvíabryggju í gær og í dag í tengslum við OPCAT eftirlit hans með stöðum þar sem frelsissvipt fólk dvelur.

Í heimsóknunum er rætt við fólk á staðnum og starfsemi og aðbúnaður skoðuð. Fangelsið á Kvíabryggju hefur verið starfrækt í hartnær 60 ár og þar dvelja á þriðja tug fanga. Það er skilgreint sem opið fangelsi og tekur starfsemin mið af því. Kvíabryggja var eina fangelsið sem umboðsmaður hafði ekki heimsótt frá því að Alþingi fól honum að sinna OPCAT-eftirlitinu.

Gerð er skýrsla eftir hverja heimsókn þar sem greint er frá niðurstöðum og eftir atvikum bent á leiðir til úrbóta í viðkomandi starfsemi. Heimsóknarskýrslur eru birtar á vef umboðsmanns þegar þær liggja fyrir.

   

  

Heimsóknir og skýrslur