12. maí 2022

Rætt við ráðherra um réttindi sjúklinga á geðdeildum

Ráðherrar heilbrigðis- og dómsmála, Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson, komu til fundar við umboðsmann í dag til að ræða stöðu þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.

SM og radherrar.JPG

Heimsókn ráðherranna kemur í framhaldi af nýlegri skýrslu umboðsmanns vegna heimsóknar á bráðageðdeild Landspítala sl. haust á grundvelli OPCAT-eftirlits embættisins. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um þær lagareglur sem gilda um nauðungarvistun á lokuðum geðdeildum og ítrekuð ýmis tilmæli og ábendingar sem fram komu í skýrslu um Klepp árið 2019. Einkum viðvíkjandi heimildum til að beita sjúklinga á geðheilbrigðisstofnunum ýmis konar þvingun. Í skýrslunni um bráðageðdeildina var m.a. bent á að taka þyrfti til endurskoðunar skilyrði lögræðislaga fyrir nauðungarvistun og málsmeðferð í því samband.

„Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðuneytið þegar hafið vinnu við úrbætur á þeim reglum sem gilda um beitingu þvingunar á lokuðum geðdeildum og málsmeðferð í því sambandi. Þá hafa þessi mál einnig verið til athugunar hjá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við endurskoðun lögræðislaga. Málefni þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum falla undir fleiri ráðuneyti en þó einkum heilbrigðis- og dómsmála. Því er brýnt að þau vinni saman að lausn þeirra vandamála sem bent hefur verið á þannig að tryggt sé að umbætur á löggjöf grundvallist á heildaryfirsýn. Ég tel að á fundinum hafi komið fram ágætur á skilningur á þessu”, segir Skúli Magnússon umboðsmaður sem fylgist áfram með því hvernig þessari vinnu ráðuneytanna vindur fram.

  

Skýrsla umboðsmanns um OPCAT-eftirlit á bráðageðdeild Landspítala