10. júní 2022

Rætt um staðla og löggjöf þar að lútandi

Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs kom á fund umboðsmanns í vikunni til að ræða um stöðu staðla samkvæmt íslenskri löggjöf og verkefni ráðsins í því sambandi.

Anna Rut Skuli Helga Sigrun

Anna Rut Kristjánsdóttir, Skúli Magnússon og Helga Sigrún Harðardóttir

Staðlaráð er samstarfsvettvangur þeirra sem hagsmuna hafa af stöðlum og hefur m.a. það hlutverk að staðfesta alþjóðlega staðla og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila. Á fundinum voru einkum rædd álitamál um hvernig vísað er til staðla í íslenskri löggjöf svo og birtingu og aðgengi  að þessum gögnum. Þá lýsti framkvæmdastjóri Staðlaráðs verkefnum ráðsins í þessu sambandi og þeim erfiðleikum sem það glímir við að uppfylla þær skyldur sem ráðinu eru fólgnar samkvæmt lögum.