15. september 2022

Stjórnvald fer ekki að tilmælum umboðsmanns

Þegar stjórnvald lýsir sig ósammála tilmælum umboðsmanns, fer ekki að þeim og hlutaðeigandi sættir sig ekki við það, þarf að jafnaði að bera þann ágreining undir dómstóla þar sem umboðsmaður hefur ekki réttarskipandi vald.

Ef kvartað er yfir að stjórnvald verði ekki við tilmælum umboðsmanns þarf að meta sjálfstætt hvort tilefni sé til að fjalla á ný um málið. Það er ekki gert af þeirri ástæðu einni að stjórnvaldið lýsi sig ósammála álitinu heldur er meðal annars tekið tillit til þess hvort umboðsmaður hafi þegar lýst afstöðu sinni til þeirra álitaefna sem uppi eru og að hvaða marki það fellur að hlutverki og starfssviði umboðsmanns að fjalla um kvörtun yfir viðbrögðum stjórnvaldsins. Ef raunin er sú að stjórnvald er ósammála áliti umboðsmanns og viðkomandi fellir sig ekki við þá afstöðu verður að jafnaði að bera þann ágreining undir dómstóla.

  

  

Lokabréf umboðsmanns í máli nr. 11829/2022