31. janúar 2023

Athugun á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar lokið

Í ljósi svara ríkislögreglustjóra vegna tiltekinna atriða tengdum brottvísun umsækjanda um alþjóðlega vernd hefur umboðsmaður lokið athugun sinni á málinu.

Athugunin hófst í kjölfar frétta af því hvernig staðið var að brottflutningi manns í hjólastól. Ríkislögreglustjóri greindi frá því í svörum sínum til umboðsmanns að verið væri að skoða verklagið og skýrsla yrði send til dómsmálaráðuneytisins. Meðal annars sé til skoðunar að útvega lögreglunni bifreið sem nota megi ef flytja þurfi fólk í hjólastól. Vonir standi til að slíkur bíll verði kominn í notkun fyrri hluta þessa árs.

Umboðsmaður telur því ekki ástæðu til að halda athuguninni áfram að svo stöddu en óskar eftir að vera upplýstur um framvindu málsins. Þá ítrekar hann nauðsyn þess að fram fari einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra sem í hluta eiga í svona málum og að tekið sé sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar.

  

 

Bréf umboðsmanns til ríkislögreglustjóra

Bréf ríkislögreglustjóra til umboðsmanns

 

Tengd frétt

Tvær fyrirspurnir vegna brottvísunar útlendinga