10. febrúar 2023

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn um „rafvarnarvopn“

Umboðsmaður hefur móttekið svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni þar sem óskað var eftir upplýsingum og skýringum á breytingum á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna.

Í svarinu er greint frá aðdraganda málsins til að varpa ljósi á tildrög ákvörðunar ráðherra eins og segir í bréfinu og spurningum umboðsmanns svarað í kjölfarið.

Framhald málsins er nú til skoðunar hjá umboðsmanni.

  

  

Bréf dómsmálaráðherra til umboðsmanns

 

Tengd frétt

Dómsmálaráðherra spurður um „rafvarnarvopn“