05. júlí 2023

OPCAT-eftirlit í fangageymslu á Selfossi

Starfsfólk umboðsmanns heimsótti lögreglustjórann á Suðurlandi í gær og skoðaði fangageymsluna á Selfossi. Heimsóknin er á grundvelli OPCAT-eftirlits umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissvipt fólk dvelur. 

Rætt var við stjórnendur og starfsfólk á vakt. Auk þess voru aðstæður og aðbúnaður kannaður. Mögulega verður farið í aðra heimsókn á lögreglustöðina á næstunni.

Gerð er skýrsla eftir hverja heimsókn þar sem greint er frá niðurstöðum og bent á leiðir til úrbóta í starfseminni ef tilefni þykir til. Skýrslur eru birtar á vef umboðsmanns þegar þær liggja fyrir.