11. janúar 2024

Allar ársskýrslur umboðsmanns komnar á vefinn

Tuttugu og tveimur elstu ársskýrslum umboðsmanns, þ.e. frá árunum 1988 – 2009, var bætt í sarpinn á vefnum í vikunni. Fyrir var þar að finna allar ársskýrslur frá 2010.

Í þessum eldri skýrslum er m.a. fjallað um álit sem komu frá umboðsmanni auk tölulegra upplýsinga um starfsemina og viðbrögð stjórnvalda við tilmælum og ábendingum en jafnframt um það sem hæst bar í starfsemi umboðsmanns á hverju ári. Skýrslunar voru ekki til á tölvutæku formi en með birtingunni verða þær nú mun aðgengilegri en áður. 

 

 

Ársskýrslur umboðsmanns frá 1988