31. janúar 2024

Spurt um langan biðtíma fullorðinna eftir ADHD greiningu

Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu.

Fyrir skömmu lauk umboðsmaður máli þar sem fram kom að almennt væri langur biðtími eftir því að komast í greiningu hjá teyminu og í viðtali við formann ADHD- samtakanna sl. haust kom fram að biðtíminn væri hið minnsta fjögur ár.

Auk þess sem að ofan greinir er ráðuneytið beðið um upplýsingar um hvort gripið hafi verið til aðgerða vegna þessa eða hvort slíkt sé í bígerð og þá hvað hafi verið gert eða sé fyrirhugað. Ef það hafi ekki verið gert er óskað nánari skýringa á því. 

  

 

Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins