21. febrúar 2024

Ráðuneyti spurt um réttindagæslu fatlaðs fólks

Óskað hefur verið eftir afstöðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins til þess hvort núverandi fyrirkomulag eða framkvæmd réttindagæslu fatlaðs fólks sé í samræmi við efni og markmið laga þar um.

Beiðni umboðsmanns er send í kjölfar erindis frá Landssamtökunum Geðhjálp, Landssamtökunum Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtökum þar sem áhyggjum var lýst af stöðunni. Þar kom fram að samtökin hefðu ítrekað komið ábendingum á framfæri við ráðuneytið en ekki talið viðbrögðin viðunandi.

Telji ráðuneytið að brotalamir eða vandkvæði séu uppi við framkvæmd laganna óskar umboðsmaður eftir nánari skýringum á því svo og hvort þegar hafi verið gripið til aðgerða af því tilefni eða það sé fyrirhugað. Beðið er um svör fyrir 8. mars nk.

  

  

Bréf umboðsmanns til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis