27. desember 2024

Fjallað um aðbúnað kvenna í íslenskum fangelsum í alþjóðlegri skýrslu um stöðu kvenfanga

Fjallað er um stöðu kvenna í fangelsum í 46 löndum víðs vegar um heim í nýrri skýrslu frá Samtökum um varnir gegn pyndingum, sem umboðsmaður tók þátt í að gera. Í henni er meðal annars bent á hvernig betur má gæta að réttindum þeirra sem sviptar hafa verið frelsi.

Framlag umboðsmanns Alþingis til verksins var byggt á skýrslunni Konur í fangelsi sem kom út í júlí í fyrra. Í henni var sjónum sérstaklega beint að aðbúnaði og aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi og hvernig afplánun horfir við þeim í samanburði við karla. Farið var í heimsókn í fangelsin á Hólmsheiði og Sogni og rætt við kvenfanga og starfsfólk.  

Samtök um varnir gegn pyndingum (APT – Association for the Prevention of Torture) eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að forvörnum gegn pyndingum á alþjóðavísu. Samtökin hafa starfað frá 1977 og gegna meðal annars ráðgjafarhlutverki hjá Evrópuráðinu og efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna.

  
   

Alþjóðleg skýrsla APT um stöðu kvenna í fangelsum   

Framlag Íslands til alþjóðlegrar skýrslu APT um stöðu kvenna í fangelsum

   

Konur í fangelsi – athugun á aðbúnaði og aðstæðum kvenna í afplánun