Við meðferð kvartana hjá umboðsmanni hefur orðið vart við tilvik þar sem ekki er ritað með nafni starfsmanns undir ákvarðanir hjá sumum stofnunum.
Sjúkratryggingar Íslands, Tryggingastofnun og Vinnumálastofnun hafa verið beðnar um upplýsingar um hvort þetta sé almennt verklag hjá þeim. Sé svo, þá er beðið um skýringar á því hvernig það samrýmist þeim réttaröryggiskröfum sem leiða af skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins.
Bréf umboðsmanns til Sjúkratrygginga Íslands
Bréf umboðsmanns til Tryggingastofnunar
Bréf umboðsmanns til Vinnumálastofnunar