Umboðsmaður hefur óskað eftir að heilbrigðisráðuneytið upplýsi hvers vegna þjónustumiðstöð Sjúkratrygginga Íslands við Vínlandsleið hefur verið lokað á föstudögum.
Ráðuneytið er spurt hvort því hafi verið kunnugt um þennan breytta afgreiðslutíma, hvers vegna þetta hafi verið talið nauðsynlegt og hvaða mat liggi til grundvallar þeirri ákvörðun að þessi afgreiðslutími nægi til að sinna skyldum stofnunarinnar. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu ráðuneytisins til þess hvort og þá hvernig þessir starfshættir séu til þess fallnir að tryggja réttindi borgaranna í samskiptum við Sjúkratryggingar.
Bréf umboðsmanns til heilbrigðisráðuneytisins