Í tilefni af svörum Reykjavíkurborgar um breytingar á birtum fundargerðum hefur umboðsmaður óskað eftir frekari skýringum og upplýsingum til að varpa gleggra ljósi á þá atburðarás sem átti sér stað.
Meðal annars er óskað eftir afriti af öllum gögnum og samskiptum starfsmanna Reykjavíkurborgar vegna umsagnar skipulagsfulltrúa í málinu og meðferðar hennar. Einnig er óskað eftir að upplýst verði hvers vegna nafn viðkomandi starfsmanns fylgir þeirri umsögn sem upprunalega var birt en ekki þeirri sem síðar var birt og hvers vegna fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa beri þess engin merki að fylgiskjali með henni hafi verið skipt út. Í því efni er jafnframt óskað eftir að upplýst verði hvort almennt tíðkist að birtum fundargerðum borgarinnar og fylgiskjölum með þeim sé breytt eða fylgiskjölum skipt út án þess að slíkra breytinga sé getið í birtri útgáfu þeirra.
Óskað er eftir svörum eigi síðar en 29. september nk.
Bréf umboðsmanns til Reykjavíkurborgar
Tengd frétt
Óskað upplýsinga frá Reykjavíkurborg um fundargerðir