Umboðsmaður hefur lokið athugun sinni á því hvort þáverandi fyrirkomulag eða framkvæmd réttindagæslu fyrir fatlað fólk væri í samræmi við efni og markmið samnefndra laga. Eftir gildistöku laga um Mannréttindastofnun Íslands 2025 voru ekki lengur forsendur til að halda athuguninni til streitu.
Þrátt fyrir að ítrekað væri gengið eftir fullnægjandi svörum frá þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu við fyrirspurnum umboðsmanns bárust þau ekki fyrr en eftir að lög um Mannréttindastofnun tóku gildi. Lögin fólu í sér breytingar á réttindagæslunni þannig að það fyrirkomulag sem sjónir umboðsmanns beindust að var ekki lengur fyrir hendi. Hefur umboðsmaður því ákveðið að ljúka athuguninni.
Vegna samskipta við ráðuneytið áréttar umboðsmaður að hún hafi víðtækan rétt til að krefja stjórnvöld um upplýsingar og skýringar. Forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum og láti í té fullnægjandi upplýsingar og skýringar sem óskað er innan hæfilegs tíma.
Bréf umboðsmanns til félags- og húsnæðismálaráðuneytisins