18. nóvember 2025

Spurt um reglur um notkun hrákagríma hjá lögregluembættum

Umboðsmaður hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort einhverjar reglur séu til um notkun svonefndra hrákagríma og hvort notkun þeirra teljist að mati ráðuneytisins til valdbeitingar.

Í bréfi umboðsmanns til dómsmálaráðherra er bent á að ekki sé vikið að notkun slíkra gríma í reglum um valdbeitingu lögreglumanna og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í langflestum tilfellum megi þó ætla að beita þurfi valdi til að koma slíkri grímu fyrir á höfði fólks. Umboðsmaður spyr því hvort fyrir hendi séu reglur þar að lútandi og hvort þær séu samræmdar fyrir lögregluembættin. Jafnframt hvort ráðuneytið telji notkun hrákagríma til valdbeitingar og þá hvort bæta ætti ákvæðum um notkun þeirra við framangreindar reglur eða eftir atvikum setja um þær fyrirmæli með öðrum hætti. 

   

  

Bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra