Umboðsmaður og starfsfólk í OPCAT-teymi hennar fóru í síðustu viku í svokallaða eftirfylgniheimsókn til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Tilgangur slíkra heimsókna er að fara yfir viðbrögð við tilmælum og ábendingum úr fyrri skýrslum umboðsmanns.
Í þessari heimsókn var verið að fylgja eftir skýrslu umboðsmanns frá árinu 2021 þar sem skoðaðar voru fangageymslur lögreglustjórans á Suðurnesjum og sérstaklega tekið til athugunar vistun einstaklinga og aðbúnaður í fangageymslu og almennt verklag og starfshættir lögreglu í tengslum við vistunina. Fundað var með stjórnendum þar sem umboðsmanni voru veittar upplýsingar um viðbrögð við tilmælum og ábendingum sem voru í skýrslunni og í kjölfarið voru fangageymslurnar skoðaðar.
Gefin verður út skýrsla um eftirfylgniheimsóknina.
Tengd frétt
Lagastoð fyrir vistun á landamærum og aðbúnaður þegar grunur er um innvortis fíkniefni
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - fangageymslur