Frávísun úrskurðarnefndar velferðarmála á kæru vegna endurgreiðslu ofgreiddra atvinnuleysisbóta var ekki í samræmi við lög.
Frávísunin byggðist á því að ekki væri ágreiningur til staðar í málinu þar sem álag á kröfu um endurgreiðslu hefði bæði verið afturkallað og endurgreitt. Að áliti umboðsmanns heyrðu athugasemdir í kærunni aftur á móti almennt undir valdsvið nefndarinnar og að henni hefði borið að fjalla um málið. Þá hefði nefndin átt að benda á að afturköllun álagsins gæti leitt til þess að málinu lyki án efnislegrar umfjöllunar en einnig að afla sér nánari upplýsinga hjá Vinnumálastofnun um á hverju afturköllunin byggðist. Var niðurstaða umboðsmanns sú að úrskurðarnefnd velferðarmála hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir því að vísa málinu frá.
Álit umboðsmanns í máli nr. 12549/2024