Umboðsmaður hefur lokið frumkvæðisathugun sinni á málsmeðferðartíma kvartana hjá Persónuvernd.
Samkvæmt svörum Persónuverndar hafa breytingar á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga leitt til þess að nú horfir til betri vegar hvað málmeðferðartíma kvartana varðar. Meðal annars með vísan til þess er athugun umboðmanns lokið sem þó áréttar að Persónuvernd gæti ávallt að grundvallarreglum stjórnsýsluréttar um málshraða. Áfram verði fylgst með og brugðist við ef tilefni þykir til.
Mál nr. F153/2024