21. janúar 2026

Athugun lokið á birtingu gjaldskrár og gjaldtöku Sorpu

Umboðsmaður hefur lokið athugun sinni á birtingu gjaldskrár Sorpu fyrir meðhöndlun úrgangs og á gjaldtöku fyrir meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs.

Að fengnum skýringum Sorpu um birtinguna og upplýsingum um að samþykkt hefði verið tillaga á stjórnarfundi í desember síðastliðnum um að breyta gjaldskránni, þannig að móttaka á raf- og rafeindatækjaúrgangi yrði alfarið gjaldfrjáls, lét umboðsmaður athugun sinni lokið.

  

  

Mál nr. F151/2024

  

 

Tengd frétt

Óskað eftir skýringum vegna gjaldskrár Sorpu