Lögheimili. Þjóðskrá.

(Mál nr. F72/2017)

Umboðsmaður Alþingis ákvað að kanna nánar hvernig staðið væri að meðferð mála þar sem lögheimili er breytt án þess að fyrir liggi skýr beiðni viðkomandi um það, þ.m.t. þegar breyting er byggð á gögnum sem komið hafa fram við meðferð máls hjá öðru stjórnvaldi. Af hálfu Þjóðskrár Íslands var upplýst að í ljósi þessa máls hefði verið ákveðið að breyta verklagi í slíkum málum þannig að það yrði tryggt að viðkomandi staðfesti sjálfur nýtt lögheimili áður en því væri breytt í þjóðskrá. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar.