Börn. Aðili máls. Málsmeðferð stjórnvalda.

(Mál nr. F87/2019)

Umboðsmaður ákvað að kanna verklag Barnaverndarstofu um upplýsingagjöf til þeirra sem leita til stofnunarinnar með kvartanir yfir því að barnaverndarnefndir fari ekki að lögum við rækslu starfa sinna, og þá sérstaklega þegar kvörtunin er frá forsjárlausum foreldrum vegna meðferðar á málum barna þeirra eða nánum aðstandendum. 

Barnaverndarstofa gerði grein fyrir verklagi sínu í þessum efnum og tók fram að í framhaldi af fyrirspurn umboðsmanns hefði hluti þess verið tekinn til endurskoðunar. Í ljósi viðbragðanna taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar.