Aðgangur að gögnum og upplýsingum. Ríkisútvarpið ohf. Opinber hlutafélög.

(Mál nr. 10319/2019)

Kvartað var yfir úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem nefndin staðfesti ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá félaginu.

Þrátt fyrir að umboðsmaður teldi ekki forsendur til að fullyrða að úrskurður úrskurðarnefndarinnar hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli ritaði hann mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem hann vakti athygli á atriðum er lúta að gildissviði upplýsingalaga gagnvart Ríkisútvarpinu ohf. Afrit af bréfinu var jafnframt sent til allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til upplýsinga.