06. nóvember 2018

Vefsíða um eftirlit með aðbúnaði frelsissviptra opnuð

Ný vefsíða með upplýsingum um OPCAT-eftirlit umboðsmanns og hlutverk hans þar að lútandi er komin í loftið. Í eftirlitinu felst að heimsækja og skoða staði þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu, kanna aðbúnað þeirra og koma með ábendingar til úrbóta ef þörf er á.

Síðuna má finna undir OPCAT á heimasíðu umboðsmanns. Þar er meðal annars greint í stuttu máli frá því hvernig heimsóknir á grundvelli eftirlitsins eru útfærðar, hvað er skoðað, hverjir skoða og gefin dæmi um staði sem eftirlitið tekur til. Í fyllingu tímans verður einnig hægt að skoða skýrslur sem gerðar verða í kjölfar hverrar heimsóknar.

Fyrsta eftirlitsheimsóknin fór fram í síðustu viku þegar umboðsmaður og starfsfólk hans sem sinnir eftirlitinu skoðaði starfsemi þriggja lokaðra deilda geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík. Meðal annars bauðst þeim sem þar dvelja og starfsfólki að ræða í trúnaði við fulltrúa umboðsmanns. Í heimsóknunum er sérstaklega hugað að húsakosti og verklagi sem lýtur að þvingunum og öryggisráðstöfunum auk margra annarra þátta.

Í næstu OPCAT-heimsókn umboðsmanns, síðar á árinu, verður vistunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda skoðað.

Þeim sem vilja koma einhverju á framfæri vegna þessa málaflokks er bent á netfangið . Einnig má hafa samband í gegnum síma eða koma með erindi til umboðsmanns.

OPCAT-vefsíða umboðsmanns 

 

Tengdar fréttir

Fyrsta OPCAT-heimsókn umboðsmanns

Umboðsmaður tekur við OPCAT-eftirliti