06. mars 2019

Bréf til forsætisráðherra vegna Seðlabanka Íslands

Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf í vikunni í framhaldi af opinberri birtingu bréfs seðlabankastjóra til ráðherra 29. janúar sl.

Tiltekin atriði í bréfi seðlabankastjóra til forsætisráðherra, auk upplýsinga sem umboðsmanni bárust eftir birtingu bréfsins, urðu til þess að umboðsmaður taldi tilefni til að spyrja ráðherra hvort fyrirhugað væri að taka atriði sem hann vék að í bréfinu til athugunar við boðaða athugun forsætisráðuneytisins á málefnum bankans.

Bréfið má nálgast hér.

 

Tengdar fréttir