Lögfræðingar á nefndasviði Alþingis komu á fund umboðsmanns í dag þar sem rætt var um samspil þingsins og stjórnarráðsins við undirbúning löggjafar, einkum með tillit til hlutverks fastanefnda þingsins þar að lútandi.

Hlutverk nefndasviðs er að tryggja gæði lagasetningar og veita sérfræðiaðstoð og ráðgjöf til bæði þingnefnda og þingmanna. Á fundinum var því meðal annars farið yfir hættu á mistökum við meðferð lagafrumvarpa.
Samkvæmt lögum skal umboðsmaður tilkynna Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn ef hann verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyriræmlum. Slíkt gerist á hverju ári. Undanfarin tvö ár var tvívegis ástæða hvort ár til að benda á meinbugi og árið 2018 var það gert sjö sinnum líkt og sjá má í umfjöllun í skýrslu ársins 2020.