Í ljósi viðbragða frá mennta- og barnamálaráðuneyti við ábendingum og fyrirspurn vegna notkunar einveruherbergja í grunnskólum telur umboðsmaður ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu.
Í svari ráðuneytisins kemur fram að fyrirhugað sé að bregðast við ábendingunum, m.a. með því að stofna vinnuhóp með hagsmunaaðilum til að fara yfir þær. Umboðsmaður fylgist með þeirri vinnu og kann að taka málefnin til frekari athugunar síðar ef tilefni verður til.
Bréf umboðsmanns til mennta- og barnamálaráðherra
Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis til umboðsmanns
Tengdar fréttir
Einveruherbergi – óskað eftir viðbrögðum ráðherra í kjölfar heimsókna í grunnskóla