06. maí 2022

Ráðuneyti fer ekki að tilmælum og umboðsmaður leggur til að ráðherra veiti gjafsókn

Umboðsmaður leggur til við dómsmálaráðherra að veitt verði gjafsókn í dómsmáli á hendur íslenska ríkinu þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lýst sig ósammála áliti setts umboðsmanns og ákveðið að fylgja ekki tilmælum hans.

Vegna þessarar afstöðu ráðuneytisins ákvað málsaðili að óska eftir því við umboðsmann að hann nýtti heimild sína að lögum til að leggja til að veitt yrði gjafsókn. Af hálfu umboðsmanns hefur verið litið svo á að einkum komi til greina að nýta fyrrgreinda heimild í tilvikum þar sem hann hefur látið í ljós álit sitt en stjórnvald ekki farið að tilmælum hans um úrbætur, enda sé það jafnframt mat umboðsmanns að málið hafi almenna þýðingu. Í ljósi aðstæðna ákvað umboðsmaður því að verða við beiðninni og leggja til að dómsmálaráðherra veiti gjafsókn í málinu.

  

Sjá nánar

  

Alit setts umboðsmanns í málum nr. nr. 10343/2019 og 10475/2020