02. júní 2022

Endurupptaka mála vegna fyrirspurna umboðsmanns

Í stöku tilfellum ákveða stjórnvöld að taka mál upp á ný í kjölfar fyrirspurna umboðsmanns. Það gerðist í níu tilfellum í fyrra líkt og greint var frá í síðustu viku þegar fjallað var um að stjórnvöld leiðrétti einnig ákvarðanir sínar reglulega eftir fyrirspurnir umboðsmanns.

Nýlegt dæmi um þetta er ákvörðun úrskurðarnefndar velferðarmála vegna máls sem laut að úrskurði hennar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta. Ekki varð ráðið að nefndin hefði fjallað um hvort og þá hvaða þýðingu læknisvottorð hefði við mat á lögmæti hinnar kærðu ákvörðunar. Spurði umboðsmaður hvers vegna ekki hefði verið tekið tillit til þessara nýju upplýsinga í úrskurðinum og óskaði eftir skýringum á því hvort og þá hvernig niðurstaða hennar hefði byggst á fullnægjandi grundvelli ef svo hefði ekki verið. Jafnframt var bent á annan annmarka sem kynni að vera á meðferð málsins hjá nefndinni og Vinnumálastofnun. Í kjölfar þessara fyrirspurna komst úrskurðarnefnd velferðarmála að þeirri niðurstöðu að rétt væri að taka málið upp að nýju.

  

  

Sjá nánar

  

  

Tengd frétt

Ákvarðanir leiðréttar í kjölfar fyrirspurna umboðsmanns