08. júní 2022

Hluti gamallar meðlagsskuldar felldur niður í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns

Eftir fyrirspurn umboðsmanns ákvað stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga að fella niður hluta gamallar meðlagsskuldar þar sem hún væri fyrnd.

Í kjölfar kvörtunar óskaði umboðsmaður eftir upplýsingum frá stofnuninni um hvort tekin hefði verið afstaða til þess hvort meðlagsskuldin væri fyrnd og þá á hverju niðurstaðan byggðist. Í svari var greint frá því að stjórnin teldi að kröfur vegna greiðslu meðlags sem féllu til fyrir byrjun desember 1995 og námu tæplega 900 þúsund krónum væru fyrndar og yrðu felldar niður. Áður hefðu dráttarvextir vegna þeirra verið felldir niður. Þar sem stjórnvaldið endurskoðaði málið var ekki tilefni til að umboðsmaður aðhefðist frekar.

  

  

Sjá nánar