Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns um þá ákvörðun að takmarka aðgengi barna að gosstöðvunum í Meradölum.
Umboðsmaður óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvenær ákvörðunin tók gildi, á hvaða lagagrundvelli hún væri reist og hvaða rök hefðu búið að baki því mati að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Að fengnum skýringum lögreglustjórans metur umboðsmaður nú framhald málsins.
Svar lögreglustjórans á Suðurnesjum við fyrirspurn umboðmanns
Tengd frétt
Lögreglustjóri beðinn um skýringar á takmörkuðu aðgengi barna að gosstöðvum