15. febrúar 2024

Aðgangur að gögnum sakamála sem er lokið

Við meðferð kvörtunar vakti það athygli umboðsmanns að héraðssaksóknari hafði veitt lögmanni lögaðila, sem naut hvorki stöðu sakbornings né brotaþola í sakamáli, aðgang að gögnum þess. Í kjölfar nánari athugunar er ríkissaksóknara bent á að haga framkvæmd á grundvelli fyrirmæla um efnið þannig að dregið sé úr hættu á því að gögnum sakamála verði miðlað til óviðkomandi aðila.

Fyrirmæli ríkissaksóknara mæla m.a. fyrir um að veita megi sakborningi og brotaþola aðgang að rannsóknargögnum sakamáls sem er lokið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sama gildi um hvern þann sem sýni fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta. Var um lagaheimild vísað til stjórnsýslulaga. Í bréfi sínu bendir umboðsmaður á að samkvæmt stjórnsýslulögum verði ekki séð að aðrir en sakborningur og brotaþoli, eða umboðsmenn þeirra, eigi rétt á aðgangi að gögnum sakamáls. Lögskýringargögn bendi ekki heldur til annars. Er þeirri ábendingu því komið á framfæri við ríkissaksóknara að taka framsetningu ákvæðisins til endurskoðunar að þessu leyti.

Hins vegar kom fram að fyrirmæli ríkissaksóknara ættu sér stoð í lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þau lög geri aftur á móti ráð fyrir því að gögnum sé ekki miðlað nema þau séu viðtakandanum nauðsynleg auk þess sem taka þurfi mið af þagnarskyldureglum. Umboðsmaður benti á að skilyrðið um lögvarða hagsmuni kunni að vera framkvæmt með ólíkum hætti eftir því um hvaða svið réttarkerfisins ræði. Haga þurfi framkvæmd á grundvelli fyrirmælanna þannig að hvert og eitt tilfelli sé metið gaumgæfilega. Með því sé dregið úr hættu á að gögnum sakamála, sem er lokið, sé miðlað til utanaðkomandi í bága við réttindi

   

   

Mál nr. F116/2022