Umboðsmaður Alþingis hefur í tilefni af þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ritað forsætisráðherra bréf þar sem vakin er athygli á áliti setts umboðsmanns frá árinu 2013 í máli nr. 6395/2011.
Umboðsmaður tekur í bréfinu fram að þrátt fyrir þá gagnrýni og tilmæli setts umboðsmanns sem komu fram í álitinu hafi hann veitt því athygli að í síðari úrskurðum kærunefndarinnar eftir álitið frá 2013 verði ekki annað séð en nefndin viðhafi að mestu áfram þær sömu aðferðir og mat og gagnrýni setts umboðsmanns beindist að.
Bréf umboðsmanns til forsætisráðherra
Álit setts umboðsmanns í máli nr. 6395/2011