29. nóvember 2022

OPCAT-eftirlit á Litla-Hrauni

Umboðsmaður ásamt sex manna teymi hefur í gær og í dag kynnt sér aðstæður fanga á Litla-Hrauni.

Þetta er liður í OPCAT-eftirliti hans með stöðum þar sem frelsissvipt fólk dvelur. Það felur í sér að starfsemin er tekin út bæði með því að skoða aðbúnað og ræða við fanga, starfsfólk og fleiri eftir atvikum. Þetta er í þriðja sinn sem umboðsmaður heimsækir Litla-Hraun á grundvelli OPCAT-eftirlits en í hin tvö skiptin var eftirlitið smærra í sniðum. Þá beindist það annars vegar að öryggisdeild og hins vegar að heimsóknarbanni og takmörkunum í fangelsinu vegna COVID-19. Að þessu sinni lýtur eftirlitið að fangelsinu í heild sinni sem er það stærsta á Íslandi. Þar vistast bæði afplánunar- og gæsluvarðhaldsfangar á átta deildum sem rúma liðlega 80 fanga.

 

Tengdar fréttir

Vettvangsheimsókn á Litla-Hraun

OPCAT-eftirlit á öryggisdeild Litla-Hrauns

Heimsóknir og skýrslur